UMHVERFIÐ & AFÞREYING

Húsavík er elsti bær á Íslandi og sem stundum er kölluð höfuðborg hvalanna er
í u.þ.b. 12-15 mínútna aksturs fjarlægð þar sem hægt er að sækja alla nauðsynlega þjónustu og afþreyingu. Það má telja bakarí, bruggverksmiðju, bari og veitingahús, sundlaug, golfvöll og frábærar gönguleiðir og aðra áhugaverða afþreyingu.

Nýlega opnuðu Geosea sjóböð sem hafa vakið mikla eftirtekt fyrir gæði og fallega hönnun. Aðaldalsflugvöllurinn (flugstöðin) er í aðeins 5 mínútna fjarlægð og er áætlunarflug til Reykjavíkur 2-3 sinnum á dag. Mývatn er í u.þ.b. 30 mínútna fjarlægð og Akureyri u.þ.b. 40 mínútna fjarlægð ef farið er í gegnum Vaðlaheiðargöng.

Einnig er stutt í allar helstu náttúruperlur norðurlands  og er Mývatn, Bárðardalur, GoðafossÁsbyrgiHljóðaklettar og Dettioss og svo eitthvað sé nefnt, rétt innan seilingar og eru hluti af Demantshringnum. Demantshringurinn er stórkostlegur 250 kílómetra langur hringvegur á Norðurlandi með fimm lykil áfangastaði og einstaka náttúru og afþreyingu við allra hæfi. Einnig eru víða fallegir og áhugaverðir staðir í Aðaldalnum sem ávallt er skemmtilegt að heimsækja.

Í næsta nágrenni eru fallegir og gjöfulir veiðistaðir og þar má helst telja
Laxá í Aðaldal sem óþarft er að lýsa enda má víða finna hástemmdar lýsingar veiðimanna og náttúruunnanda um hana og umhverfi hennar. Einnig má nefna Mýrarkvísl sem rennur í Laxaánna og Skjálfandafljótið sem er talið eitt best geymda leyndarmálið í laxveiðinni á Íslandi í dag. Einnig eru áhugaverð veiðivötn víða í nágrenninu sem oft gefa góða veiði. Gott berjarland er í skógarbotninum í kringum húsið sem og víða í dalnum þar sem má finna Bláber og Aðalbláber á haustin. Miklar og góðar veiðilendur rjúpna og gæsa eru einnig í næsta nágrenni.

Translate »