Bókunarskilmálar
- Aldurstakmark
Öllum þeim sem hafa náð 30 ára aldri á þeim degi sem pöntun er lögð fram er heimilt að leigja húsið. Skilyrði er að skráður leigjandi fyrir Rósakoti sé með viðveru á leigutíma. - Afhendingartími og skil
Leigutaka eru heimil afnot af húsinu frá kl. 17.00 á komudegi og ber að skila húsinu af sér kl. 12.00 á brottfaraSKilrdegi, eins og hann fékk það afhent bæði að innan og utan. - Afhending lykla
Lyklar eru í lyklakassa við hlið útihurðar – leigjendur fá uppgefið númer á lyklalás fyrir komu. - Aðkoma og ástand
Ef leigutaki verður var við skemmdir á bústað eða húsmunum ber honum að tilkynna það til eiganda bústaðar innan 24 stunda frá komu, en annars jafnóðum ef hann verður þeirra ekki var fyrr en eftir þetta tímamark. Sama á við ef þrifum er ábótavant og skal leigutaki þá tilkynna það strax við komu í bústað til eiganda bústaðar. - Umgengni
Leigutaki skuldbindur sig til að ganga vel um bústaðinn og gæta þess að valda íbúum nærliggjandi bústaða ekki ónæði. Skilyrði er að sængurföt séu notuð á rúmfatnað. Reykingar eru ekki leyfðar innandyra. Öll neysla vímuefni er stranglega bönnuð og komi ljós að slík neysla hafi farið fram í húsinu, verður hún tilkynnt tafarlaust til lögreglu. Leigutaki skuldbindur sig einnig til að kynna sér og fara eftir þeim húsreglum, sbr. skjal um húsreglur sem er hluti af þessum skilmálum. - Gæludýr
Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu eða lóð þess. - Skil á húsinu
Fjallað er nánar um skil á húsinu í skjali um Húsreglur og öryggismál. Rétt er að taka fram að ef leigutaki skilar ekki af sér eins og húsreglur gera ráð fyrir, áskilur eigandi sér rétt að lokaþrif verða framkvæmd á hans kostnað. Kostnaður við þrif er að lágmarki 24.300 kr.
Einnig er reiknað sér gjald fyrir rafmagnsnuddpott ef umgengni er ekki samkvæmt reglum.
Kostnaður við sér þrif og sótthreinsun á rafmagnsnuddpotti er 22.400 kr. - Ábyrgð
Leigutaki ber ábyrgð á því sem skemmist á meðan á dvöl hans stendur og ber án tafar að tilkynna eiganda um skemmdir sem verða á leigutíma. Ef eitthvað verður þess valdandi að notagildi bústaðarins rýrist ber leigutaka að tilkynna eiganda það í síðasta lagi við skil á húsinu. - Bókun og greiðsla
Greiða skal 25% staðfestingagjald af bókunarverði innan 3 daga frá bókunardegi. Eftirstöðvar skulu greiðast fyrir 1. júní 2021. Leigusali áskilur sér þann rétt að ógilda bókunina ef greiðslur á eftirstöðvum berast ekki á tilsettum tíma.
Þegar leigutaki hefur bókað gistingu og gengið frá greiðslu, fær hann senda staðfestingu í tölvupósti um bókunina en með póstinum fylgja skjöl um húsreglur og öryggismál ásamt skjali sem hefur að geyma leiðbeiningar um úti-og inniarinn. - Afbókun
Afbókun ber að tilkynna til eiganda eða starfsmanna hans með tölvupósti eða öðrum sannarlegum hætti. Að öðru leyti eru afbókunarskilmálar með eftirfarandi hætti:
- Ef afbókun fer fram 14 dögum eða fyrr fyrir áætlaðan komudag, þá fæst 100% endurgreiðsla af heildarverði.
- Ef afbókun fer fram 7 dögum fyrir áætlaðan komudag, þá fæst 50% endurgreiðslu af heildarverði.
- Ef afbókun fer fram 1-7 dögum fyrir áætlaðan komudag eða á komudeginum sjálfum, þá fæst 0% endurgreiðslu af heildar verði.
- Ef leigutaki mætir ekki án skýringa, þá fæst 0% endurgreiðslu af heildarverði.
- Force Majeure.
11.1. Í tengslum við samning þennan skal hugtakið „Force Majeure“ eiga við um eftirfarandi atburði eða aðstæður: stríð, stríðsástand eða sambærilegt ástand, náttúruhamfarir s.s. jarðskjálfta, eldgos, gasmengun, flóð, eld, bruna og aðra náttúrulega viðburði sem aðilar samnings hafa hvorki valdið eða hafa áhrif á, verkföll starfsmanna leigusala og verktaka á vegum leigusala og verkföll annarra aðila ótengdum leigusala sem áhrif hafa á efni samningsleigusala og leigutaka, farsóttir eða ástand vegna sjúkdóma sem hindra efndir samkvæmt leigusamningi, aðgerðaeða laga, reglna eða fyrirmæla opinberra aðila, s.s. stjórnvalda eða lögreglu.
11.2. Telji leigusali þær aðstæður eða atburð hafa orðið sem falla undir Force Majeure samkvæmt samningsskilmálum þessum og þær muni hafa veruleg áhrif á getu leigusala til að efna leigusamning, skal leigusali tilkynna leigutaka skriflega framangreint þar sem tilgreina skal nákvæmlega aðstæður og atburði sem að mati hans leiða til þess að jafna eigi atburði eða aðstæðum við Force Majeure samkvæmt ákvæði þessu.
11.3. Við framangreindar aðstæður telst hvorugur samningsaðili vanefna leigusamning aðila, sé til staðar atburður eða aðstæður sem jafna má til Force Majeure, tilkomnar eftir gildistöku leigusamnings og hafi ekki verið fyrirsjáanlegar þegar leigusamningur milli aðila var gerður.
11.4. Nú hindrar atburður eða aðstæður sem jafna má við Force Majeure samkvæmt ofan sögðu því að aðilar geti efnt skuldbindingar sínar samkvæmt leigusamningi og slíkar hindranir vara í skemmri tíma en 30 daga samfleytt, þá skulu samningsskyldur leigusala og leigutaka frestast meðan atburður eða aðstæður vara. Ljúki ástandi eða aðstæðum innan framangreinds tíma, skulu samningsskyldur leigusala og leigutaka þá aftur taka gildi að teknu tilliti til breytinga sem leiða af Force Majeure.
11.5. Nú hindrar atburður eða aðstæður sem jafna má við Force Majeure samkvæmt ofansögðu því að aðilar geti efnt skuldbindingar sínar samkvæmt skilmálum þessum, og fær leigutaki 100% endurgreiðslu af heildarverði.
11.6. Hvorugur aðila, leigusali og leigutaki, skal vera ábyrgur hvor gagnvart öðrum vegna þessa, hvorki vegna beins og/eða óbeins tjóns, sem aðili kann að verða fyrir vegna Force Majeure. - Upplýsingar um leigutaka
Leigutaki ber ábyrgð á að allar upplýsingar um hann sjálfan og þá gesti sem hann skráir í bókunarbeiðni, þar með talið um að hann hafi náð 30 ára aldri og fjölda leigjenda séu réttar. Ekki er leyfilegt að fleiri aðilar gisti í húsnæðinu en gefið er til kynna á vefsíðunni sem hámarksfjöldi gesta nema annað sé um samið. Hafi leigutaki vísvitandi gefið upp rangar upplýsingar er leigusala heimilt að rifta leigusamningi og vísa leigutaka á brott án tafar. Leigusala er heimilt að krefja leigutaka um skilríki. - Tvíbókanir
Í þeim tilfellum þar sem leigusali hefur tvíbókað eignina og getur ekki afhent eignina samkvæmt bókun fær leigutaki endurgreitt að fullu. - Tjón á hinu leigða
Leigutaki verður krafinn um bætur vegna skemmda á bústað eða slæmra þrifa, sbr. grein 6. Hins vegar mun eigandi krefja leigutaka um skýringar vegna skemmdanna áður en eigandi mun leggja fram með formlegum hætti kröfur um bætur. Ef það kemur í ljós að leigutaki eða gestir á hans vegum, hafi ekki með ásetningi valdið skemmdum á húsinu eða munum þess, þá gætu slíkar skemmdir verið bættar af tryggingafélagi leigutaka. - Dómsmál.
Mál sem kunna að koma upp vegna þessara skilmála skulu vera rekin fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.