Húsreglur & öryggismál
Við komu
- Lyklar: Lyklar eru í lyklakassa við hlið útihurðar – leigjendur fá uppgefið númer á lyklalás fyrir komu. Setja skal lykla alltaf í lyklakassann þegar húsið er yfirgefið (styttri sem lengri ferðir) – muna þarf að rugla tölum í hvert skipti.
- Fjöldi gesta: Í húsinu er ekki heimilt að hafa fleiri gesti en sem segir til um í leigusamningi. Fjölda gesta skal gefa upp þegar gengið er frá leigusamningi.
- Gæludýr eru ekki leyfð, hvorki í húsinu né á lóð.
- Reykingar eru stranglega bannaðar í húsinu og við húsið.
- Öll meðferð elds á lóð eða í umhverfi hússins er stranglega bönnuð.
- Útiarinn er við húsið sem heimilt er að kveikja upp í en það er einungis heimilt ef farið er eftir sérstökum leiðbeiningum og reglum þar um. Sjá nánar undir Bóka og bókunarskilmála.
- Sængurver og lök: Ekki er leyfilegt að gista í rúmum án þess að nota hrein sængurver og lök sem gestir þurfa að taka með sér. Skilja þarf við rúmin eins og komið var að þeim, þ.e. með sængum og koddum í ásamt og teppi og „skraut“ kodda yfir sem fylgir hverju rúmi.
- Hitastillingar fyrir húsið:
a. Í aðal húsinu er gólfhiti og er hægt að stilla hita í hverju rými fyrir sig með hitastýringum sem eru á vegg við útgönguleiðir.
b. Í gestahúsi og gestaherbergi (viðbyggingu) eru rafmagnsþilofnar sem stilla þarf sér. Hitanemar/stýringar á vegg sýna aðeins raunhita í þessum rýmum.
c. Til að breyta hitastigi í aðal húsinu þarf að snúa takkanum á stýringunni og velja hentugt hitastig. Stóru tölurnar á skjánum sýna raunhitastig.
d. Rafmagnsþilofnar í gestarými og gestahúsi. Aldrei má leggja yfir þessa ofna, t.d. þurrka föt því þeir geta brennt fötin og skapað eldhættu.
9. Gardínur fyrir gluggahurðum: Til að draga frá gardínur er best að rúlla þeim upp og binda með böndum sem eru áföst við gardínur. Gardínur eru látnar falla niður þegar húsið er yfirgefið.
10. Sjónvarp og hljómflutningstæki: Kveikt er á sér ljósarofa hægra megin við útidyr í stofu (rofi merktur sjónvarp). Slökkva skal á honum þegar húsið er yfirgefið sem og einnig þegar gengið er til náða.
11. Skraut og hlutir í hillum: Vinsamlega snertið ekki eða færið til skraut eða aðra persónulega muni að óþörfu.
12. Bækur, mynddiskar og vínilplötur o.fl. persónulegir munir: Heimilt er að nota þessa muni en vinsamlega gangið frá öllu á réttan stað og í rétta röð svo hægt sé að sannreyna að allt sé á sínum stað við leiguskipti.
Rafmagnsnuddpottur – umgengni:
Við notkun á rafmagnsnuddpotti skal fara eftir eftirfarandi reglum:
- Hreinlæti er afar mikilvægur þáttur og skal þrífa sig vel og vandlega með sápu í innisturtunni áður en farið er í pottinn. Það er í raun ein af lykil forsendum þess að heimilt sé að nota pottinn.
- Hitastig: Ganga skal úr skugga um að hitastigið sé ekki of hátt stillt. Hitastig pottsins er stillt á 37°C þegar komið er að honum og er hægt að stilla mest á 41°C. Slíkt hitastig getur verið óþægilegt fyrir suma og því skal fara varlega ofan í pottinn. Gott er að setja eina skeið af klór ofan í pottinn áður en farið er ofan í hann og stilla á jet takka (nudd) til að hjálpa til við að leysa upp klórduftið.
- Afar mikilvægt er að potturinn sé þrifinn eftir hverja ferð:
- Setja skal 2 mæliskeiðar af klór ofan í pottinn.
- Stillið á þrifaprógrammið (Clean takkinn). Potturinn gengur þá í u.þ.b. 15-20 mínútur og slekkur sjálfur á sér (klór geymdur í þvottaskáp).
- Ef fólki finnst t.d. of mikið af húðflögum í pottinum þá er um að gera að nota þrifa-prógrammið oftar og bæta klór í.
- Ef vatn er ennþá gruggugt eða skýjað þá getur verið gott að taka síur upp úr pottinum og skola þær vandlega með vatni undir þrýsting með útislöngunni. Skolið síurnar með því að fletta varlega í gegnum brotin til að opna þær eins og hægt er.
- Munið að setja lokið á pottinn strax eftir notkun – það kemur fyrir að flugur og ryk fari ofan í hann sem og það sparar rafmagn.
- Skiljið aldrei börn eftir eftirlitslaus í pottinum.
Öryggismál
Eldur / Slys / Alvarleg veikindi – Hringið í neyðarnúmerið : 112 , EINN EINN TVEIR
Ef símasamband er slæmt þarf að færa sig vel vestur fyrir húsið til að ná betra sambandi – húsið skyggir á sendi áHúsavíkurfjalli.
Gefið upp öryggisnúmer hússins – Einnig ef þess er óskað:
- Sumarhúsið Rósakot nr. 7 í landi Núpar og Kjalar í Þingeyjarsýslu við Aðaldalsflugvöll.
- Fastanúmer hússins er: 232-3358 – Landsnúmer: 205316
- Við símsvörun hjá Neyðarlínunni starfar einungis fagfólk sem er vant að veiða upplýsingar upp úr fólki í ýmsu ásigkomulagi. Það er samt mjög mikilvægt að sá sem hringir í 112 nái að gefa þeim sem svarar greinagóðar upplýsingar yfir ástandið á fyrstu 30 sekúndunum í samtalinu sem og staðsetningu.
Nýtið ykkur eftirfarandi upplýsingar varðandi að leiðbeina sjúkrabíl/slökkviliði á staðinn.
Aðkoma Sjúkrabíls/slökkviliðs– (frá Húsavík fram hjá flugstöð):
- Keyrt er í gegnum sumarhúsahverfið í suðurátt og alla leið að hliði (grindarhlið) þar sem keyrt út úr sumarhúsahverfi að sunnan.
- Áður en komið er að hliði er beygt í vestur (til hægri) að flugvallargirðingu.
- Keyrt í norður með flugvallargirðingunni og fram hjá tveim hjólhýsum að afleggjaranum að Rósakoti sem er stutt frá.
- Mikilvægt er að senda einhvern að afleggjaranum til að taka á móti og leiðbeina sjúkrabíl/slökkviliðsbíl að sumarhúsi.
- Sjúkrabíll er staðsettur á Húsavík – áætlaður aksturstími er u.þ.b. 14-17 mínútur – fer eftir umferð og færð.
- Fyrsta hjálp-kassi (fyrir minniháttar slys) er inni í baðherbergi í annarri skúffu hægra megin við vaska.
- Slökkvitæki – Það eru tvö léttvatnsslökkvitæki í húsinu. Annað er við hliðina á eldhúsi og hitt í gestahúsi fyrir framan snyrtingu. Upplýsið alla gesti um staðsetningu þeirra.
- Reykskynjarar – Það eru sérstæðir reykskynjarar í húsinu sem og einn í hvoru rými í gestarýmum.
- Ljós og rafmagnstæki – Slökkva á öll ljós og taka minni rafmagnstæki úr sambandi þegar húsið er yfirgefið.
- Gætið varúðar í umhverfi hússins – Það leynast víða stórar og djúpar hraungjótur og einnig lausir hraunmolar sem hægt er að misstíga sig og slasa sig á.
- Flóttaleiðir út úr rýmum – Allir gluggar eru að þeirri stærð að hægt er að komast út um þá (flóttaleið). Til að opna glugga þarf að hafa krækjuna niðri á meðan lítið hak á krækjunni er opnað. Þá er hægt að ná krækju upp af festingu og opna gluggann.
- Rýmingaræfing – Vinsamlega æfið opnun glugga og upplýsið alla gesti hússins hvernig þetta er gert. Það er á ábyrgð leigutaka að upplýsa alla um hvernig skal opna glugga.
- Reykingar eru stranglega bannaðar í húsinu og við húsið.
- Rafmagnsþilofnar í gestarými og gestahúsi má aldrei hylja, t.d. þurrka föt þar sem þeir geta brennt og skapað eldhættu.
- Fjöldi gesta í sumarhúsi – Ekki er heimilt að hafa fleiri gesti en sem segir til um í leigusamning né á lóð.
- Ef óskað er eftir að fá að hafa viðbótar gesti á lóð við sumarhúsið í tjaldi eða ferðavögnum þarf að tilkynna það og greiða sérstaklega fyrir það.
Fyrir brottför
Þrífa skal vel og vandlega og ganga frá þannig að næsti gestur komi að bústaðnum eins og þú/þið viljið koma að honum.
Helstu atriði sem þarf að huga að:
- Sængur og koddar – Skilja á sængur og kodda eftir í rúmum og draga skal rúmteppin yfir og setja skraut kodda ofan á. Ath. Ekki skal setja sængur og kodda inn í fataskápa.
- Ryksuga og skúra gólf.
- Þrífa skal klósett.
- Þurrka af spegli og vaski inni á baði og í gestahúsi.
- Tæma leirtaui úr uppþvottavél og ganga frá á sinn stað (eins og komið var að).
- Tæma ísskáp og frystihólf og þurrka innan úr.
- Þrífa ofn og örbylgjuofn.
- Rusl – er losað úr öllum ruslakörfum inni og sett í rusladalla úti.
- Stólar og borð – inni og úti. Skal raðað upp eins og komið var að þeim.
- Gluggar og rúllugardínur. Loka skal öllum gluggum og draga rúllugardínur alveg niður (gluggatjöldin sjálf eru látin vera).
Frágangur hluta innan og utan hús:
- Ganga skal frá öllu á réttan stað og í rétta röð (eins og komið var að) svo hægt sé að sannreyna að allt sé á sínum stað við leiguskipti.
- Ljós og rafmagnstæki. Slökkva á öll ljós og taka minni rafmagnstæki úr sambandi.
- Þrif á gasgrilli. Bursta grindina með þar til gerðum bursta og hreinsið aðrar matarleifar af grillinu ef einhverjar eru. Losa á fitubakka og þvo (fitubakki er staðsettur inn í grillskápnum ofan við gaskútinn).
- Rafmagnspottur – lokaþrif:
Tvær mæliskeiðar af klór eru settar í pottinn og stillt á þvottaprógramm (Clean takki – tími: ca 20 mín) eftir síðustu notkun. Síur eru teknar upp úr potti (þrjár síur hægra megin við stjórnborð – plastloki lyft af) og skolaðar vel og vandlega með köldu vatni á fullum þrýstingi (óhreinindi festast gjarnan á milli brota í síum) og setja skal svo aftur á sinn stað og stilla aftur á þvottaprógrammið eftir að síur hafa verið þrifnar. Ef vatnið er ennþá óhreint er líklegt að það þurfi að skipta um vatn og það tekur tíma og því er best að láta vita af því a.m.k sólarhring áður en húsið er yfirgefið. Ekki er heimilt að gera það án samráðs við eigendur.
Við áskiljum okkur þann rétt að innheimta aukalega fyrir þrif ef við teljum aðkomu vera ófullnægjandi.
Einnig er innheimt sér gjald ef þrífa þarf pott og sótthreinsa.
Vinsamlega hafið einnig samband ef einhver atriði eru óljós. Jóhann GSM 860 8660.
ATHUGIÐ! Skjal þetta er hluti að leigu-og bókunarskilmálum.