Um Rósakot

UM RÓSAKOT

Húsið er búið vönduðum innréttingum, tækjabúnaði og húsbúnaði. Aðal húsið er 112m2 og tvö sér gistirými hvort um sig u.þ.b. 12-14m2, samtals um 140m2. Sunnan og vestan við húsið þar sem komið er að húsinu frá bílastæði er skjólgóður garður/leiksvæði.
Fyrir framan húsið er stór mynstursteyptur sólpallur með rafmagns nuddpotti, útiarni og timburgrindverki sem nær umhverfis pallinn.

Nánari lýsing:

Forstofa/þvottahús:
Í forstofu/þvottahúsi er skolvaskur og AEG þvottavél.

Baðherbergi
Við forstofu er baðherbergið sem er m.a. með handklæðaofni og stórri sturtu.

Hjónabergi nr. 1:
Gistipláss fyrir tvo í 160cm breiðu hjónarúmi. Mögulegt að koma einni barnadýnu á gólfi. Fataskápur er í herbergi.

Hjónaherbergi nr. 2:
Gistipláss fyrir tvo í 160cm breiðu hjónarúmi. Mögulegt að koma einni barnadýnu á gólfi. Fataskápur er í herbergi.

Gesta/barnaherbergi:
Gistipláss fyrir tvo í 140cm breiðu hjónarúmi. Barnarimlarúm er til staðar í herberginu.

Eldhús:
Í eldhúsi er gashelluborð, ofn, AEG uppþvottavél, ísskápur með frysti og allur helsti borðbúnaður. Hægt er að ganga út á pall í gegnum eldhúsið.

Stofan:
Stofan er afar rúmgóð og hentar vel fyrir stórfjölskyldur. Í stofunni er arinn og flatskjár.

Viðbygging ( Fjallakofinn):
Við sumarhúsið er viðbygging sem oftast er kallaður fjallakofinn en þar er gistipláss fyrir tvo fullorðna í 160cm breiðu hjónarúmi og tvo í koju (70x190cm). Mögulegt er að koma barnadýnu á gólf.

Gestahús:
Við sumarhúsið er gestahús með gistipláss fyrir tvo  í 150cm breiðu hjónarúmi. Mögulegt er að koma barnadýnu á gólf. Í gestahúsi er lítil snyrting.

Pallur:
Stór og góður mynstusteyptur pallur er sunnan og vestan við húsið í góðu skjóli fyrir norðanáttinni. Birkiskógurinn umhverfis húsið myndar einnig ákjósanlegt skjól.
Á pallinum er gasgrill, nuddpottur og útiarinn ásamt útihúsgögnum.

Annað:
Gólfhiti er í aðalrými húsis. Gestahús og viðbygging eru upphituð með olíufylltum rafmagnsþilofnum sem ekki er heimilt að hylja (þurrka þvott á).
Þráðlaust 4g internet er í húsinu.

 

 

Bókunarbeiðni

Translate »